6 Mars 2012 12:00

Í nótt var brotist inn í níu hesthús við Norðurtröð á Selfossi.  Úr einu húsinu var stolið sex hnökkum.  Nánar tiltekið voru það tveir Svarfdælingar, einn Sleipnis, einn Óðins og tveir af óþekktri tegund.  Í fyrstu verður ekki séð að stolið hafi verið úr öðrum hesthúsum.  Hins vegar voru unnin eignaspjöll svo sem hurðir, gluggar og fleira.  Talið er að verðmæti hnakkanna sem var stolið sé slái í eina og hálfa milljón króna miðað við verð í verslun.  Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um óeðlilegar mannaferðir í hesthúsahverfinu í nótt eða búa yfir öðrum upplýsinum um málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.