20 Júlí 2010 12:00

Brotist var inn í íbúðarhús nr. 29 við Kirkjuveg á Selfossi á tímabilinu frá því síðdegis föstudaginn 16. til til síðdegis í gær, mánudag 19. júlí.  Ummerki eru um að þjófurinn hafi farið inn um glugga á vesturhlið hússins og hann farið um húsið og rótað í hirslum.  Húsráðendur sakna þriggja fartölva sem eru af tegundunum Thoshiba, Fujitsu Siemens og Hewlett Packard.  Einnig var stolið hörðum tölvudiski, skjalatösku, skartgripum og fjórum áfengisflöskum.  Lögreglan biður þá sem hafa orðið varir við óeðlilegar mannaferðir við húsið á þessu tímabili eða geta veitt upplýsingar um innbrotið að hafa samband í síma 480 1010.