10 Mars 2005 12:00
Nýverið var leitað til lögreglunnar í Reykjavík vegna innbrots inn í netþjón fyrirtækis í Reykjavík. Tölvuþrjótar höfðu komið þar fyrir heimasíðu sem líktist í einu og öllu innskráningarsíðu í heimabanka hjá stórum erlendum banka. Þegar notandi hafði slegið inn notendanafn og lykilorð þá voru umræddar upplýsingar sendar á 3 netföng úti í heimi. Þannig fengu óviðkomandi aðgang að heimabanka grunlausra. Lögreglan í Reykjavík vill vegna þessa minna á nauðsyn þess að uppfærður sé reglulega sá hugbúnaður sem notaður er til að keyra netþjóna, hvort sem er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki.