24 Október 2002 12:00
Leitað eftir upplýsingum um innbrot í sumarbústað í Grímsnesi.
Á tímabilinu frá 14. til 19. 0któber 2002 var brotist inn í sumarbústað í Grímsnesi og þaðan stolið ýmsum munum svo sem 20″ Seleco sjónvarpi, Akai myndbandstæki, búsáhöldum, vefnaðarvöru og þar á meðal bútasaumsteppi. Myndin er af bútasaumsteppinu og er það eina sinnar tegundar. Hver sá sem hefur séð teppið eftir 14. október síðastliðinn og eða getur veitt einhverjar upplýsingar sem leitt geta til þess að upplýsa málið er beðinn að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.