21 Desember 2011 12:00

Í fyrrinótt, aðfaranótt þriðjudags á tímabilinu frá klukkan 00:30 til 07:30, var brotist inn í fyrirtækin Fagform og Prentverk sem eru við Gagnheiði 74 á Selfossi.  Þaðan var stolið tveimur fartölvum, stórri Mac borðtölvu og nýlegri borðtölvu.  Þjófurinn hafði farið um og rótað í skúffum en ekki annað tekið en tölvurnar sem innihalda margs konar gögn og efni sem var í vinnslu hjá fyrirtækjunum.  Innbrotið er óupplýst og eins og gefur að skilja er þetta mikill skaði og mikil óþægindi sem skapast við að tapa tölvugögnum.  Lögreglan á Selfossi biður  alla þá sem veitt geta upplýsingar um innbrotið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.