31 Október 2009 12:00

Í nótt var brotist inn í Vínbúðina við Vallholt á Selfossi og þaðan stolið 300 lengjum af vindlingum.  Þjófarnir komust inn í húsið með því að brjóta rúðu á bakhlið þess og skríða þar inn.  Engar upplýsingar liggja fyrir um hvenær í nótt innbrotið átti sér stað né hverjir voru þar að verki.  Lögreglan biður alla þá sem orðið hafa varir við grunsamlegar mannaferðir við Vínbúðina á Selfossi í nótt að hafa samband í síma 480 1010.