10 September 2003 12:00

Um síðastliðna helgi var brotist inni í jeppabifreið sem stóð við íbúðarhús að Öldubakka á Hvolsvelli og þaðan stolið rafmagnshandverkfærum m.a. hleðsluborvél DeWalt DV988, týpa 10 sem er öflug borvél, Hitaci hjólsög með 230 mm sagarblaði ásamt rafmagnssnúru og tveimur verkfærum af tegundinni Casal; stingsög með snúru og rafmagnshefill. Lögreglan biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta veitt um málið eða vita hvar þessi rafmagnsverkfæri eru niðurkomin að hafa samband við lögregluna í síma 488 4111.

Aðfaranótt mánudagsins 8. september síðastliðinn var tveimur veiðistöngum ásamt veiðihjólum stolið af bifreið þar sem hún stóð á bifreiðaplaninu við Hótel Hvolsvöll. Um er að ræða brúnleita 9 feta flugustöng af tegundinni „Sage 2 Grafit“ og er hún með silfurlituðu „ATH“ fluguhjóli. Hin stöngin er 8 feta „ABU+“ veiðistöng með svörtu svamphaldfangi og silfurlituðu „ABU FITON“, hjóli.

Skorað er á alla sem einhverjar upplýsingar geta veitt um mannaferðir við Hótel Hvolsvöll aðfaranótt mánudagsins 8. september síðastliðinn eða vita hvar umrættar veiðistangir eru niðurkomnar ásamt veiðihjólum að hafa samband við lögregluna í síma 488 4111.