23 Febrúar 2010 12:00

Á tímabilinu frá því kl. 20 í gær, mánudag, þar til kl. 8 í morgun var brotist inn í vinnubúðir við Herdísarvík sem eru á vegum verktaka við Suðurstrandarveg.  Úr vinnubúðunum var stolið mörgum tækum svo sem stórri uppþvottavél, þremur frystikistum, tveimur þvottavélum, tveimur þurrkurum, gaseldavél, gufuofni, iðnaðarhrærivél, örbylgjuofni, 32” flatskjá og fjöldanum öllum af pottum, pönnum og ýmsum búsáhöldum.  Þessu til viðbótar var mörgum iðnaðarvélum stolið.  Í þetta verk hefur þurft stóran vöruflutningabíl.  Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um þennan bíræfna þjófnað í gærkvöldi eða nótt að hafa samband við lögreglu á Selfossi í síma 480 1010.