4 Apríl 2013 12:00

Í gærmorgun var tilkynnt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um innbrot í veitingahúsið Cornero v/ Skólaveg. Farið var inná staðinn um nóttina og stolið þaðan töluverðu magni af áfengi. Þetta var í annað sinn á nokkrum dögum sem brotist hefur verið inná þennan stað. Síðdegis í gær handtók lögreglan þrjá aðila sem grunaðir voru um innbrotið og við leit í húsnæði hjá einum þeirra fannst mest af því áfengi sem tekið var í innbrotinu. Tveir af þessum þremur viðurkenndu að hafa brotist inná staðinn um nóttina og tekið áfengið. Báðir þessara aðila hafa komið við sögu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Annar þeirra sem viðurkenndi innbrotið er á 17 ári en hinn verður  tvítugur á árinu. Þeir neituðu báðir að eiga þátt í fyrra innbrotinu. Þeim var sleppt af yfirheyrslu lokinni.