27 Nóvember 2013 12:00

Aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember var brotist inn í nýbyggingu við Laugaveg í Reykjavík og stolið þaðan miklu af dýrum verkfærum. Verkfærin eru flest af gerðinni DeWalt,

auðkennd af verktakanum með fjólubláum spreyúða. M.a. var stolið lausum rafhlöðum, hleðsluborvélum, stingsögum, slípirokkum, lacerlínu mælitæki, gasbyssu og sleðasögum.   Tjónið er metið í milljónum. 

   

Þeir sem kunna hafa upplýsingar um málið, eða hafa verið boðin verkfæri til kaups sem samsvara til lýsinga á þessum verkfærum, eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is  eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar.