9 Mars 2016 09:41

Ofsagt var í gær að öll innbrotin væru upplýst. Hið rétta er að tveir menn voru handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa brotist inn í verslun á Laugarvatni. Þessir sömu aðilar eru grunaðir um að hafa einnig brotist inn á nokkrum stöðum í Hvalfirði sömu nótt, en þeir hafa ekki gengist við því.

Mennirnir voru báðir á reynslulausn. Voru þeir færðir fyrir Héraðsdóm Suðurlands þar sem dómari dæmdi þá til að sitja af sér eftirstöðvar refsinga sinna og þeir því færðir til afplánunar í fangelsi.