31 Október 2004 12:00

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur lögreglan á Ísafirði haft til rannsóknar meintan innflutning á fíkniefnum, n.t.t. tæplega 200 grömmum af hassi.  Pakkasending sem barst frá Póllandi til landsins og átti að fara til Flateyrar var stöðvuð í tollpóstsofunni í Reykjavík, þegar fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar vakti athygli tollgæslumanna á pakkanum.

Skráður móttakandi, karlmaður á þrítugs aldri, var handtekinn á Flateyri er hann vitjaði pakkans þar síðdegis miðvikudaginn 27. október sl.  Maðurinn var, að kröfu lögreglustjórans á Ísafirði, úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember nk.

Um hádegisbilið í dag, var gæsluvarðhaldsfanginn látinn laus, enda ekki talin ástæða til að halda honum lengur vegna rannsóknarhagsmuna.

Rannsókn  málsins heldur áfram.