30 Mars 2008 12:00

Lögregluskóli ríkisins vill vekja athygli á því að Ríkislögreglustjórinn hefur auglýst inntöku nýnema í grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins á haustönn 2008 og vorönn 2009. Nám á haustönn 2008 hefst í septemberbyrjun og nám á vorönn 2009 hefst í janúarbyrjun.

Á komandi hausti verður ein bekkjardeild nemenda fyrstu annar og tvær bekkjardeildir nemenda þriðju annar samtímis við nám í skólanum. Þetta fyrirkomulag grunnnáms er samkvæmt langtímaáætlun fyrir Lögregluskóla ríkisins.

Á þessu ári verða væntanlega brautskráðir 78 lögreglumenn frá grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins en það er mesti fjöldi sem hefur verið útskrifaður á einu ári hingað til. Lætur nærri að þetta sé um 10% af lögregluliðinu á Íslandi.