7 Október 2013 12:00

Lögregluskóli ríkisins vill vekja athygli á því að Ríkislögreglustjórinn hefur auglýst inntöku nýnema í grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins.

Námið skiptist í bóknám og starfsnám, það hefst í janúar 2014, mun standa yfir í a.m.k. tólf mánuði og þar af verður starfsnám í lögreglu ríkisins a.m.k. fjórir mánuðir.

Auglýsingu Ríkislögreglustjórans og allar upplýsingar um inntökuskilyrði, inntökuferli, inntökupróf og tilhögun grunnnáms er að finna hér til hliðar.

Umsóknarfrestur er til 26. október 2013.

Formaður valnefndar, Gunnlaugur V. Snævarr, formaður valnefndar, valnefnd@tmd.is,  

sími 577 2200, svarar sérstökum fyrirspurnum um inntökuferlið fyrir hönd nefndarinnar.