26 Nóvember 2014 12:00

Þann 14. maí s.l. samþykkti Alþingi breytingar á lögreglulögum sem varða almenn inntökuskilyrði í Lögregluskóla ríkisins. Einnig var samþykkt að ráðherra skyldi mynda starfshóp til að endurskoða skipulag og starfsemi Lögregluskóla ríkisins og gera tillögu að framtíðarskipan lögreglumenntunar. Starfshópurinn skilaði tillögum sínum, ásamt greinargerð, til ráðherra þann 15. september s.l.

Ráðuneytið er með skýrslu starfshópsins til meðferðar og þar til annað verður ákveðið verða ekki teknir inn nýnemar í skólann.

Nýjar upplýsingar verða birtar hér um leið og ákvörðun um framtíðarskipan lögreglumenntunar liggur fyrir.