8 Júní 2004 12:00

Lögregluskóli ríkisins vill vekja athygli á auglýsingu embættis Ríkislögreglustjórans um inntöku nýnema í skólann fyrir námsárið 2005.

Í auglýsingunni kemur m.a. fram að ákveðið hefur verið að taka inn a.m.k. 20 nýnema í almennt lögreglunám í Lögregluskóla ríkisins árið 2005. Námið hefst í byrjun janúar og því lýkur með lokaprófum um miðjan desember.

Allar nánari upplýsingar um inntöku nýnema og grunnnám Lögregluskóla ríkisins er að finna á heimasíðu skólans.