7 Desember 2010 12:00
Inntökuprófum í Lögregluskóla ríkisins er lokið og stóðust 33 umsækjendur prófin. Þeir verða allir boðaður til viðtals fyrir valnefnd skólans en hún hefur það hlutverk að velja hæfustu umsækjendurna sem nýnema við grunnnámsdeild skólans.
Ekki liggur ennþá ljóst fyrir hversu margir nemendur verða valdir sem nýnemar eða hvenær grunnám þeirra hefst en stefnt er að því að það verði þann 1. febrúar 2011. Það er háð því að breytingar verði gerðar á ákvæðum lögreglulaga og kjarasamningi Landssambands lögreglumanna, varðandi launagreiðslur til nemenda í bóknámi við Lögregluskóla ríkisins.
Valnefndarviðtölin fara fram 13. 15. desember n.k. og hefur öllum umsækjendum verið sent bréf þar að lútandi.