30 Október 2012 12:00

Inntökuprófum fyrir námsárið 2013 við grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins er lokið. Umsækjendur um skólavist voru alls 84 en af þeim uppfylltu 11 (13.1%) ekki almenn inntökuskilyrði og því voru 73 umsækjendur boðaðir til inntökuprófa, 59 karlar og 14 konur. Af þessum mættu 67 umsækjendur í prófin.

Alls féllu 24 (42,2%) á inntökuprófunum. Því hafa 43 umsækjendur, 37 karlar og 6 konur, verið boðaður til viðtals fyrir valnefnd Lögregluskóla ríkisins en hún hefur það hlutverk að velja hæfustu umsækjendurna sem nýnema fyrir námsárið 2013.

Viðtölin fara fram dagana 5. – 7. nóvember n.k. og í framhaldi af því mun val nemenda við grunnnámsdeild árið 2013 liggja fyrir.