30 Október 2012 12:00
Inntökuprófum fyrir námsárið 2013 við grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins er lokið. Umsækjendur um skólavist voru alls 84 en af þeim uppfylltu 11 (13.1%) ekki almenn inntökuskilyrði og því voru 73 umsækjendur boðaðir til inntökuprófa, 59 karlar og 14 konur. Af þessum mættu 67 umsækjendur í prófin.
Alls féllu 24 (42,2%) á inntökuprófunum. Því hafa 43 umsækjendur, 37 karlar og 6 konur, verið boðaður til viðtals fyrir valnefnd Lögregluskóla ríkisins en hún hefur það hlutverk að velja hæfustu umsækjendurna sem nýnema fyrir námsárið 2013.
Viðtölin fara fram dagana 5. 7. nóvember n.k. og í framhaldi af því mun val nemenda við grunnnámsdeild árið 2013 liggja fyrir.