10 Júlí 2014 12:00

Leyfður hámarkshraði á flestum götum þéttbýlis í Ísafjarðarbæ hefur verið 35 km m.v. klst.  Skv. ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum, að fenginni tillögu Ísafjarðarbæjar, mun leyfður hámarkshraði verða 30 km í stað 35 km.  Starfsmenn Ísafjarðarbæjar munu næstu daga skipta um umferðarskilti sem gefa til kynna breyttan hámarkshraða.

Lögreglan vill hvetja ökumenn að virða hraðatakmarkanir sem eingöngu eru gerðar í þágu umferðaröryggis.  Skv. fyrirmælum ríkislögreglustjóraembættisins eru svokölluð vikmörk 3 km til og með 100 km mældum hraða og 3 % ef mældur hraði er hærri.  Þannig mega ökumenn sem aka yfir 33 km. hraða, þar sem hámarkshraði er 30 km, búast við að sektum verði beitt.