16 Maí 2012 12:00
Lögreglan á Hvolsvelli vill koma fram viðvörun til ferðamanna og ferðaþjónustuaðila sem ferðast að Gígjökli við Þórsmerkurleið, en þar hefur myndast íshellir. Mikið hrun, bæði ís og grjót er við hellismunnann og því getur verið hættulegt að fara inn í hellinn.
Lögreglan hefur því sett upp lokun við hellinn til að varna því að fólk hætti sér of nærri grjóthruninu. Sett verður upp skilti við svæðið á næstu dögum á nokkrum tungumálum til skýringa fyrir þá sem koma þarna að.
Íshellir í Gígjökli, mynd sýnir lokunarborða lögreglunnar.