27 Ágúst 2004 12:00

Á síðasta ári voru 26.507 íslensk ökuskírteini framleidd í Þýskalandi hjá fyrirtækinu Bundesdruckerei í Berlín, sem sérhæfir sig í prentun skilríkja og peningaseðla. Dómsmálaráðuneytið gerði samning við Bundesdruckerei á haustmánuðum 2001 um þessa þjónustu en embætti ríkislögreglustjóra annast samskipti við fyrirtækið. Upplýsingar sem eru á ökuskírteinunum eru sendar rafrænt og dulkóðaðar frá Íslandi og sólarhring síðar, en örugglega innan þriggja sólarhringa, eru ökuskírteinin tilbúin til afgreiðslu hér á landi. 

Í ársskýrslu embættisins, sem er að finna hér, er nánar fjallað um útgáfu ökuskírteina.