13 Mars 2015 23:29

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill ítreka áður birtar veðurspár frá Veðurstofunni:  Spár um afar slæmt veður á morgun, laugardaginn 14.mars eru enn stöðugar og ástæða til að vara við roki eða ofsaveðri, sunnan 20-30 m/s og vindhviðum yfir 50 m/s. Veður verður sérstaklega slæmt um allt vestan og norðanvert landið og vert að taka fram að hvassara verður en var síðastliðinn þriðjudag. Veðurhæðinni fylgja hlýindi um allt land og mikil rigning og snjóleysing sunnan og vestantil.
Í veðurhæð sem þessari geta tré rifnað upp með rótum og þakplötur fokið. Einnig má búast við grjót og malarfoki.
Viðvaranir vegna vatnavaxta og leysinga eru í gildi, sem og viðvaranir vegna votra snjóflóða, krapaflóða og skriðufalla. Ölduhæð suður af landinu er einnig há og er athygli vakin á ágjöf af ölduróti af suðri sem gæti verið til vandræða í höfnum við suðvesturstöndina, svo sem í Grindavík og Þorlákshöfn.
Sérstök athygli er vakin á því að á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir sunnan 20-30 m/s frá því snemma morguns á laugardag fram yfir hádegi. Óvarlegt er að vera á ferli í
slíku veðri
.
Ferðalög á milli landshluta eru alls ekki ráðleg á þessum tíma. Spár og viðvaranir eru uppfærðar á 3 klukkustunda fresti á vefsíðu Veðurstofunnarwww.vedur.is

Viðvörun vegna vatnavár: Spáð er mikilli rigningu sunnan og suðaustanlands með hlýindum fram á sunnudag 15. mars. Mest úrkoma verður í kringum fjöll og jökla sunnan og suðaustanlands og þar gæti sólarhringsafrennsli (samanlögð úrkoma og snjóbráðnun) farið vel yfir 250 mm. Varað er við vexti í ám í kring um Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnan- og suðaustanverðan Vatnajökul. Búast má við miklum leysingum um allt land þótt úrkoma verði mest sunnan og suðaustanlands. Vegna mikilla leysinga getur skapast hætta á vatnsflóðum, votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum víða um land.

Þannig aðstæður geta skapast á nokkurra ára fresti. Hafa skal þetta í huga áður en ferðalög eru skipulögð.

In English
A violent storm with hurricane-force wind gusts will occur tomorrow, Saturday 14 March. IMO has issued warnings due to wind (southerly 20-30 m/s) with wind gusts
exceeding 50 m/s. Intense rain and snow-melt is expected during the weekend. The most intense rainfall will occur in the south and south-east of the country, especially
around Mýrdalsjökull and south of Vatnajökull. Rising river levels are expected throughout the south of the country. Rapid melting of recently fallen snow could result in river and stream floods, slush flows, and, possibly, mud flows.
National warnings for wind, rain, hazardous flash floods, wet snow avalanches, slush flows and landslides are in effect.
The same weather warnings apply to Reykjavík and the surrounding area. Wind gusts on Saturday 14 March will make travel exceptionally hazardous. All non-essential travel should be avoided and people are advised to remain indoors.
Forecasts and warnings will be updated at three-hour intervals on IMO“s web-site:
http://en.vedur.is