1 September 2020 15:21

Embætti ríkislögreglustjóra vinnur að jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85, samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Vottunin staðfestir að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Vottun hf. sér um úttekt á kerfinu og fer fyrsta stigs úttekt fram á launakerfi embættisins í haust.

Jafnlaunavottun var lögfest með lögum nr. 56/2017 sem fela í sér breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á jafnlaunastaðlinum.

Hjá embætti ríkislögreglustjóra vinna 149 starfsmenn. Jafnlaunastefnu embættis ríkislögreglustjóra má lesa hér.