23 Desember 2003 12:00

Lögreglan á Hvolsvelli mun í dag Þorláksmessu og á  morgun aðfangadag heimsækja 18 nemendur úr grunnskólum sýslunnar sem eru 7 í umdæminu. Tilefnið  er árviss JÓLAGETRAUN  sem er samstarfsverkefni Umferðarstofu, Ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Hvolsvelli.  Umferðargertraun þessi er ætluð og lögð fyrir nemendur 1. til 5. bekkja, skólabarna á aldrinum 6 til 10 ára og eru rétt aðsend svör dregin úr potti og fá þeir sem hafa rétt svör og dregnir eru út í heimsókn áðurnefnda daga lögrelgumann með veglega viðurkenningu, bókargjöf frá lögreglunni á Hvolsvelli sem þakklætisvott fyrir þátttökuna og rétt svör við úrlausn getraunarinnar.  Ánægjulegt er hve þátttakan í ár var góð en alls bárust 187 svarseðlar.  Meðfylgjandi ljósmynd var tekin í dag að Bolholti á Rangárvöllum þegar Kristján Guðmundsson lögreglumaður afhenti Moniku A. Denisdóttur 7 ára nemenda Helluskóla viðurkenningu fyrir rétt svör.  Með þeim á myndinni er móðir Moniku Berglind Erlendsdóttir Pedersen.