24 Desember 2015 11:54

Jólakveðja LRH 2015

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir landsmönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Minnt er á að ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112 en sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef erindið er af öðrum toga, og þolir e.t.v. einhverja bið, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver embættisins á Hverfisgötu 113-115, Reykjavík, í síma 444-1000.

Sömuleiðis er hægt að koma upplýsingum á framfæri um hvaðeina með því að senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is Lögreglan er jafnframt á fésbókinni og það er líka hægt að senda henni skilaboð og fyrirspurnir á þeim vettvangi.

Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Á höfuðborgarsvæðinu eru fjórar lögreglustöðvar:

Lögreglustöð 1 – Hverfisgötu 113-115, Reykjavík – sími 444-1000. Sinnir verkefnum í vesturbæ, miðborg og austurborg Rvk til vestan Elliðaáa, og á Seltjarnarnesi. Stöðvarstjóri: Jóhann Karl Þórisson.

Lögreglustöð 2 – Flatahrauni 11, Hafnarfirði – sími 444-1000. Sinnir verkefnum í Hafnarfirði og Garðabæ. Stöðvarstjóri: Margeir Sveinsson.

Lögreglustöð 3 – Dalvegi 18, Kópavogi – sími 444-1000. Sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Stöðvarstjóri: Þóra Jónasdóttir.

Lögreglustöð 4 – Vínlandsleið 2-4, Reykjavík – sími 444-1000. Sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Stöðvarstjóri: Kristján Ólafur Guðnason.