17 Desember 2008 12:00

Jólatónleikar Lögreglukórs Reykjavíkur verða haldnir í Grafarvogskirkju sunnudagskvöldið 21. desember klukkan 20:30. Einsöngvarar eru Anna Margrét Óskarsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Miðaverð er 1.500 kr. en miðar eru seldir við innganginn.

Lögreglukórinn var stofnaður 1934 og hefur sungið víða í gegnum árin og gefið út efni, m.a. tvo geisladiska á síðustu árum. Fyrir tveimur árum fór kórinn í mikið söngferðalag til Rússlands og Eistlands og þá tekur hann þátt í norrænu lögreglukóramóti sem haldið er fjórða hvert ár. Mótið var einmitt haldið fyrr á þessu ári og þá fór Lögreglukórinn til Álandseyja af því tilefni.

Lögreglukórinn á söngferðalagi í Rússlandi.