12 Desember 2011 12:00
Jólatónleikar Lögreglukórs Reykjavíkur verða haldnir í Langholtskirkju fimmtudagskvöldið 15. desember klukkan 20. Einsöngvari verður Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona, undirleik annast Kári Þormar en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Miðaverð er 1.500 kr. en miðar eru seldir við innganginn.