1 Desember 2010 12:00
Út er komin bókin Jón lögga en í henni er rakið lífshlaup Jóns Péturssonar, fyrrverandi lögreglumanns. Jón starfaði í lögreglunni um áratugaskeið og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. Hann var einnig góður íþróttamaður, átti Íslandsmet í bæði hástökki og þrístökki án atrennu, og keppti á ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Frá þessu segir líka í bókinni en samferðamenn Jóns voru og eru áhugaverðir enda margir litríkir mjög. Á bókarkápunni er stutt saga sem við látum fljóta hér með.
Annar kom og kvartaði yfir framkomu lögreglumanns við sig en kunni ekki nafn hans. Erlingur spurði þá hvernig sá hefði verið ásýndum. Það er þessi stóri ljóti djöfull með glæpamannsandlitið, sagði maðurinn. Heyrðu sko, það hefur verið Pálmi, sagði Erlingur. Kannaðist strax við lýsinguna. Málið útrætt.
Jón færði Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra áritað eintak af bókinni.