23 Desember 2019 17:58
Ríkislögreglustjóri veitti á föstudaginn Jónínu S. Sigurðardóttur aðstoðaryfirlögregluþjóni heiðursviðurkenningu í tilefni af því að hún lætur af embætti aðstoðaryfirlögregluþjóns fyrir aldurs sakir.
Ríkislögreglustjóri þakkaði Jónínu fyrir framlag hennar til lögreglumála og afhenti henni af því tilefni heiðurspening úr gulli, en peningurinn var gefinn út af ríkislögreglustjóra í tilefni af 200 ára afmæli hinnar einkennisklæddu lögreglu árið 2003.
Jónína S. Sigurðardóttir er ein af brautryðjendum lögreglunnar og var fyrst kvenna skipuð í embætti aðstoðaryfirlögregluþjóns. Þegar hún lauk námi í Lögregluskóla ríkisins var hún önnur tveggja kvenna sem var þá að ljúka námi. Í dag er meira en helmingur nemenda í lögreglufræðinámi konur.
Jónína kom að stofnun fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og hefur leitt þá starfsemi um árabil. Jónína lætur af embætti nú um áramót, eftir 42 ára starf í þjónustu almennings.