23 Júlí 2003 12:00

Kona um tvítugt kærði kynferðislega misneytingu þriggja manna á svipuðu reki sem átt hafi sér stað í húsi í Bolungarvík aðfaranótt 13. júlí sl., en vegna ölvunar hafi hún ekki getað spornað við verknaðinum. 

Fimm dögum eftir atvikið leitaði hún til neyðarmóttöku í Reykjavík fyrir þolendur kynferðisbrota og lagði í framhaldinu fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík, sem að lokinni skýrslutöku sendi það lögreglunni í Bolungarvík.  Þar hafa  verið teknar skýrslur af vitnum og meintum gerendum, sem allir neita sök.  Að rannnsókn lokinni verður málið sent embætti ríkissaksóknara.