25 Maí 2018 09:01

 

 

Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 136 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru fjórir ökumenn staðnir að því að tala í síma án handfrjáls búnaðar og einn til viðbótar var grunaður um ölvunarakstur. Jafnframt voru skráningarnúmer fjarlægð af fjórum bifreiðum sen ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.