3 Júlí 2015 11:47

Sextán ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 147 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Ökumaðurinn var ekki með ökuskírteini sitt meðferðis.  Hans bíður 130.000 króna fjársekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Þá var nokkuð um að ökumenn sinntu ekki stöðvunarskyldu eða töluðu í síma án handfrjáls búnaðar.

Lögregla minnir ökumenn á að halda bensínfætinum hæfilega þungum og virða aðrar umferðarreglur.