12 Ágúst 2016 10:18

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 139 km. hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Þrír ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur. Loks var ökumaður færður á lögreglustöð þar sem  staðfest var að hann ók undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig án ökuréttinda.