19 Júní 2015 10:11

Tólf ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 143 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Ýmist áttu brotin sér stað á Reykjanesbraut eða Grindavíkurvegi.

Þá voru skráningarnúmer  fjarlægð af bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar. Loks hafði lögregla afskipti af ökumanni sem ók enn á nagladekkjunum og þarf hann að greiða sekt.