22 Apríl 2013 12:00

Banaslys varð í Herdísarvík í gær þegar kajak ræðari lenti í sjónum og druknaði.   Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning frá vegfaranda kl. 15:03 í gær um að bátur væri á hvolfi í sjónum út af Herdísarvík og virtist sem maður ætti í vandræðum í sjónum við bátinn.   Björgnunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn var þegar kölluð til ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og var bátur kominn að manninum  um kl. 15:40 Bátsverjar hófu þegar endurlífgun.  Ræðarinn var síðan hífður upp í þyrluna og fluttur í land þar sem endurlífgun var haldið áfram en án árangurs.

Hinn látni hét Jón Þór Traustason fd. 13. maí 1960 til heimilis að Fýlshólum 2 í Reykjavík.   Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.

Slysið er í rannsókn hjá Lögreglunni á Selfossi