11 Janúar 2013 12:00

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni kannabisræktun í húsnæði í Njarðvík. Húsleit var gerð, að fengnum dómsúrskurði.  Í þvottahúsi húsnæðisins reyndist vera afstúkað rými, þar sem ræktunin fór fram. Tæplega tuttugu kannabisplöntur fundust þar, svo og tæki og tól til iðjunnar. Húsráðandi, karlmaður á þrítugsaldri, var handtekinn og játaði hann aðild að málinu. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.