7 Mars 2017 11:38

 

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í umdæminu í fyrradag. Mikinn kannabisfnyk lagði frá húsnæðinu þegar lögreglumenn bar þar að. Í tveimur afstúkuðum hólfum fundust tæplega 70 kannabisplöntur og ræktunarbúnaður. Umráðamaður húsnæðisins var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann játaði að hafa staðið að ræktuninni.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500.  Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.