18 Mars 2008 12:00

Starfshópur sem ríkislögreglustjóri skipaði um forgangsakstur lögreglubifreiða og sagt var frá hér á vefnum 28. janúar sl., undirbýr nú námskeið við Lögregluskóla ríkisins fyrir leiðbeinendur í forgangsakstri.

Nemendur á þessum hluta námskeiðsins koma flestir úr röðum lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu, frá ríkislögreglustjóra og Lögregluskólanum.  Önnur embætti eiga þess kost að senda lögreglumenn á námskeiðið sem stendur í tvær vikur og hefst 13. maí n.k.  Lögreglumenn sem ljúka þessu námskeiði verða í hópi leiðbeinenda í forgangsakstri, samkvæmt námsskrá Lögregluskólans, og munu þeir annast þjálfun lögreglumanna hjá öllum lögregluembættum þegar fram líða stundir.