17 Janúar 2005 12:00

Á móti fulltrúum kennslanefndar ríkislögreglustjóra við komu til Phuket tóku tveir fulltrúar norsku kennslanefndarinnar. Á staðnum eru fulltrúar kennslanefnda frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi.  Eftir er að rannsaka fleiri þúsund lík og mikil vinna við samanburð.

Um það bil tuttugu mínútna akstur er frá flugvellinum að hótelinu þar sem íslensku-, norsku- og dönsku nefndarmennirnir búa.  Þar er einnig vinnuaðstaða fyrir nefndirnar, móttökuherbergi fyrir aðstandendur og bráðabirgða aðstaða danska sendiráðsins.

Í fyrramálið verður fundur í  stjórnstöð kennslanefndanna í Phuket þar sem íslensku fulltrúarnir mæta til vinnu.