8 Júní 2005 12:00

Dómsmálaráðherra hefur, að fenginni tillögu frá ríkislögreglustjóra, tannlæknadeild Háskóla Íslands og réttarlæknadeild Læknaráðs, skipað kennslanefnd (ID-nefnd) til næstu þriggja ára.  Í nefndina skipar hann Gísla Pálsson, aðstoðaryfirlögregluþjón, formann, Bjarna J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjón, báðir við embætti ríkislögreglustjóra, Svend Richter, lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, og Þóru S. Steffensen, réttarmeinafræðing.  Fyrir hvern nefndarmann skipar ráðherra tvo varamenn, þá Sigurgeir Ó. Sigmundsson, lögreglufulltrúa, og Theodór Kristjánsson, lögreglufulltrúa, báðir við embætti ríkislögreglustjóra, Lúðvík Eiðsson, lögreglufulltrúa og Svan Elísson, rannsóknarlögreglumann, báðir við embætti lögreglustjórans í Reykjavík, Egil Kolbeinsson, tannlækni, og Sigríði Rósu Víðisdóttur, tannlækni, Sigfús Nikulásson, meinafræðing, og Þorstein Jóhannesson, yfirlækni.

Dómsmálaráðherra hefur, að fenginni tillögu frá ríkislögreglustjóra, tannlæknadeild Háskóla Íslands og réttarlæknadeild Læknaráðs, skipað kennslanefnd (ID-nefnd) til næstu þriggja ára.  Í nefndina skipar hann Gísla Pálsson, aðstoðaryfirlögregluþjón, formann, Bjarna J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjón, báðir við embætti ríkislögreglustjóra, Svend Richter, lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, og Þóru S. Steffensen, réttarmeinafræðing.  Fyrir hvern nefndarmann skipar ráðherra tvo varamenn, þá Sigurgeir Ó. Sigmundsson, lögreglufulltrúa, og Theodór Kristjánsson, lögreglufulltrúa, báðir við embætti ríkislögreglustjóra, Lúðvík Eiðsson, lögreglufulltrúa og Svan Elísson, rannsóknarlögreglumann, báðir við embætti lögreglustjórans í Reykjavík, Egil Kolbeinsson, tannlækni, og Sigríði Rósu Víðisdóttur, tannlækni, Sigfús Nikulásson, meinafræðing, og Þorstein Jóhannesson, yfirlækni.

Um störf nefndarinnar gilda ákvæði reglugerðar nr. 401, frá 27. júní 1997, um skipun og verkefni rannsóknarnefndar sem hefur það hlutverk að bera kennsl á látna menn.