28 Janúar 2016 13:06

Kínverska konan sem lenti í köfunarslysi í Silfru síðastliðinn þriðjudag er látin. Hún var 26 ára, búsett í Bandaríkjunum. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins með aðstoð Tæknideildar lögreglunnar og Sérsveit ríkislögreglustjóra.  Ekkert verður hægt að segja um vissu hvað olli slysinu fyrr en niðurstöður tæknirannsóknar og annara þátta liggja endanlega fyrir.