14 Ágúst 2012 12:00

Við umferðareftirlit um helgina hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af sex bílum, sem umráðamenn höfðu vanrækt að færa til skoðunar eða greiða tryggingar af. Þannig reyndust fjórir bílanna óskoðaðir og tveir ótryggðir. Lögregla klippti númerin af þeim öllum. Þá voru tveir ökumenn staðnir að hraðakstri, en báðir óku á 123 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar.