2 Apríl 2007 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur sett Rannveigu Brynju Sverrisdóttur lögreglumann til að gegna stöðu varðstjóra við embætti lögreglustjórans á Selfossi frá 1. apríl síðastliðnum.  Rannveig Brynja er fyrst kvenna til að gegna varðstjórastöðu við embættið.  Hún hóf störf í lögreglunni á Selfossi við sumarafleysingar sumarið 2001.  Prófi frá Lögregluskóla ríkisins lauk hún 2003 auk þess hefur hún lokið ýmsum námskeiðum frá þeim skóla þar á meðal námskeiði fyrir rannsóknarlögreglumenn.  Til viðbótar þessu hefur Rannveig Brynja lokið nokkrum námskeiðum fyrir stjórnendur frá Endurmenntunardeild Háskóla Íslands.  Rannveig Brynja hefur starfað sem rannsóknarlögreglumaður í tvö sumur og komið að forvarnarfræðslu í skólum.