23 September 2016 19:18

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur lagt fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald til Héraðsdóms Suðurlands yfir sakborningi í máli sem er til rannsóknar hjá lögreglunni er kona varð fyrir alvarlegri árás sl. laugardag. Gerð er krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna til laugardagsins 1. október næstkomandi.

Unnið er að fullum þunga í rannsókn á málinu og verið að yfirheyra alla sem hugsanlega geta veitt upplýsingar í málinu. Þá er einnig unnið úr öðrum gögnum sem borist hafa lögreglunni og tengjast málinu.