Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni

19 Febrúar 2016 15:29
Síðast uppfært: 19 Febrúar 2016 klukkan 15:29

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur lagt fyrir Héraðsdóm Suðurlands kröfu um gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í Vík í Mýrdal í gær grunaður um vinnumansal.  Búist er við afstöðu dómara til kröfunnar síðar í dag.  Rannsóknardeild og ákærusvið lögreglustjórans á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar mansalsteymis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.