9 Maí 2005 12:00
Kynningar lokaverkefna nemenda í Stjórnun 1, stjórnunarnámi Lögregluskóla ríkisins í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands
Athygli er vakin á því að útskriftarnemendur, sem ljúka nú í vor tveggja anna námi í stjórnun í lögreglu munu kynna lokaverkefni sín miðvikudaginn 18. maí nk. kl. 11:00 15:30 í Námunni, sal Endurmenntunar Háskóla Íslands að Dunhaga 7, Reykjavík.
Alls verða kynnt 9 verkefni. Kynning hvers verkefnis tekur að hámarki 20 mínútur og stuttur tími verður gefinn fyrir fyrirspurnir og andsvör á eftir hverri kynningu.Tilkynnt verður um röð verkefnanna síðar hér á þessum vettvangi. Verkefnin sem kynnt verða eru:
Sameining lögregluliða á Norðurlandi með hliðsjón af skýrslu verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála
Höfundar: Björn Jósep Arnviðarson og Guðgeir Eyjólfsson
Fjölmiðlasamskipti lögreglunnar í Reykjavík
Höfundar: Árni Vigfússon, Hörður Jóhannesson og Sigurbjörn Víðir Eggertsson
Staðan í málefnum útlendinga, lagaumhverfið. Vinnuhandbók fyrir lögreglu við eftirlit með útlendingum
Höfundar: Gunnar Jóhann Jóhannsson og Jóhannes Sigfússon
Upplýsingar um skipulag embættisins á Húsavík sett upp í tölvutækri handbók og skipulagning tiltekinna löggæsluverkefna
Höfundar: Halldór Kristinsson, Hreiðar Hreiðarsson og Jón Árni Konráðsson
Eftirlitsáætlun lögreglunnar á Vestfjörðum með útlendingum
Höfundar: Hlynur Snorrason, Jón Bjarni Geirsson og Jón Svanberg Hjartarson
Kærur og kvartanir á hendur lögreglumönnum vegna framkvæmda starfa þeirra
Höfundar: Gylfi Gylfason og Hálfdán Daðason
Baráttan um betri starfsanda – tíu lykilatriði í samskiptum starfsmanna
Höfundar: Gunnar Björnsson og Skúli Jónsson
Stjórnun rannsóknardeilda – skipulag og stefna
Höfundar: Árni Sigmundsson, Björgvin Björgvinsson og Kristján Ólafur Guðnason
Lögreglukerfið sem stjórntæki
Höfundar: Árni E. Albertsson, Friðgerður Brynja Jónsdóttir og Ólafur Guðmundsson
Lögregluskólinn vill hvetja sem flesta sem áhuga hafa á stjórnun í lögreglu að koma og fylgjast með kynningunum. Kynningin er opin öllum meðan húsrúm leyfir.