7 Október 2003 12:00

Á heimasíðu ríkislögreglustjórans (Lögregluvefnum) hefur verið sett kynningarefni um embættið og lögregluna í landinu. Á þessum vef er með aðgengilegum hætti hægt að nálgast áhugaverðar upplýsingar um margvísleg málefni lögreglunnar, s.s. siðareglur lögreglu, reglur og leiðbeiningar um fjölmiðlasamskipti, fræðilegar rannsóknir, afbrotatölfræði, sögu lögreglunnar og margt fleira.

Í dag kom Allsherjarnefnd Alþingis í heimsókn til ríkislögreglustjórans og var nefndinni þá m.a. kynnt hið nýja kynningarefni. Embættið átti gagnlegar viðræður við nefndina og var að fundinum loknum farið í heimsókn í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og hin nýja björgunar- og samhæfingarmiðstöð við Skógarhlíð skoðuð.

Smellið á hnappinn hér að ofan til að fá nánari upplýsingar um embættið 

Smellið á hnappinn hér að ofan til að fá nánari upplýsingar um embættið