25 Júlí 2004 12:00

Á þeim sjö árum sem liðin eru frá stofnun embættis ríkislögreglustjóra hefur embættið tekið miklum breytingum, ekki síst vegna nýrra viðfangsefna sem að mati löggjafans falla vel að starfsemi þess. Mikilvægt er að þeir sem starfa innan réttarvörslukerfisins, eða í tengslum við það, sem og allur almenningur, hafi góðan aðgang að upplýsingum um embættið og lögregluna almennt.

Á síðasta ári gaf ríkislögreglustjóri út ágrip af sögu lögreglunnar en ritið var nú í vor gefið út á ensku, þar sem jafnframt var bætt við efni þess. Ennfremur var síðastliðið haust sett inn á heimasíðu embættisins kynning á starfsemi þess.

Nú hefur verið gefið út sérstakt kynningarrit um embætti ríkislögreglustjóra þar sem fjallað er almennt um embættið, rekstur þess, hlutverk, uppbyggingu og fleira. Gefur ritið glögga yfirsýn yfir embættið og viðfangsefni þess.

Hægt er að nálgast ritið á heimasíðu embættisins í heild sinni, en einnig í því formi að í tengslum við tiltekna kafla er hægt að nálgast ítarlegra efni.

Smellið á myndina til þess að skoða kynningarritið í PDF formi