9 Nóvember 2007 12:00

Í gærkvöldi var gerð húsleit í íbúðarhúsi í Þorlákshöfn vegna gruns um að þar færi fram landaframleiðsla.  Við leitina fundust um 140 lítarar af tilbúnum landa sem reyndist við frumprófun vera um 44 % að styrkleika.  Til viðbótar þessu fundust um 75 lítrar af gambra og svo tæki til framleiðslunnar.  Allt var þetta haldlagt.   Það voru lögreglumenn í almennri deild lögreglunnar á Selfossi sem höfðu frumkvæði að undirbúningi og framkvæmd málsins.  Einn maður var handtekinn í tengslum við málið og var hann færður í fangageymslu.  Hann verður yfirheyrður í dag þegar náðst hefur í túlk.  Þetta er eitt mesta magn af tilbúnum landa sem lögreglan á Selfossi hefur gert upptækt í einni húsleit.