30 Júlí 2022 09:46

Þá er upp runninn laugardagsmorgunn og fyrsti dagur þjóðhátíðar að baki. Nóttin var afar róleg hjá lögreglu og góður bragur á skemmtanahaldi. Að vanda er lögreglan með öflugt fíknefnaeftirlit í Vestmannaeyjum á þjóðhátíð. Síðasta sólarhringinn voru tólf einstaklingar kærðir fyrir fíkniefnabrot. Hald var lagt á nokkurt magn fíkniefna í einu tilfelli en önnur mál voru minniháttar. Einn var kærður fyrir ölvun við akstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Engin ofbeldisbrot komu til kasta lögreglu. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunarástands. Það er mat lögreglu að hátíðahöldin hafi farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega.